banner
   fös 03. september 2021 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mandzukic leggur skóna á hilluna
Mynd: Getty Images
Króatíski framherjinn Mario Mandzukic hefur lagt skóna á hilluna. Hann tilkynnti þetta á Instagram í dag.

Þessi 35 ára gamli framherji á farsælan feril að baki. Hann hefur leikið með mörgum af stærstu liðum Evrópu, þar má nefna lið á borð við Bayern Munchen, Atletico Madrid, Juventus og nú síðast AC Milan.

Samningur hans við Milan rann út í lok maí. Hann vann ítölsku deildina fimm sinnum með Juventus, þýsku deildina og bikarinn tvisvar með Bayern ásamt því það vinna Meistaradeildina einu sinni.

Þá var hann í liði Króatíu sem tapaði úrslitaleik HM 2018.

Hann var í króatíska landsliðinu sem vann Ísland eftirminnilega í undankeppni HM 2014. Króatía vann 2-0 og Mandzukic var allt í öllu, skoraði annað markið og var síðan rekinn af velli með rautt spjald.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner