Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 03. september 2021 16:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikael um fangamyndina: Lét tilfinningarnar taka völdin
Iron Mike.
Iron Mike.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael á landsliðsæfingu.
Mikael á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Neville Anderson, landsliðsmaður, skipti um félag á gluggadegi í vikunni.

Hann yfirgaf herbúðir Midtjylland og samdi við AGF í Árósum. Hann og Jón Dagur Þorsteinsson verða þar liðsfélagar.

Félagaskiptin gengu ekki alveg snuðrulaust fyrir sig. Mikael var ósáttur við stöðuna hjá Midtjylland og birti hann mynd af fangaklefa á Instagram áður en hann fékk leyfi til að ræða við AGF.

Sjá einnig:
Mikael Neville fær ekki að fara frá Midtjylland - Birtir mynd af fangaklefa

Í kjölfarið á skiptunum birti Mikael færslu á Instagram þar sem hann þakkaði fyrir tíma sinn hjá Midtjylland. Hann sagði jafnframt að það hefðu verið mistök að setja þessa mynd inn. Hann var fljótur að taka hana út.

„Þá er komið að mér að kveðja eftir níu ár sem leikmaður Midtjylland. Í fyrsta lagi vil ég segja að brottför mín frá félaginu var ekki alveg eins og ég óskaði mér. Ég hef verið virkilega ánægður með tíma minn í FCM þar sem mér hefur alltaf verið vel tekið og alltaf verið umkringdur ótrúlega góðu fólki, jafnt innan vallar sem utan."

„Ég er svo þakklátur fyrir það sem félagið og þið stuðningsmennirnir hafið gefið mér og ég gleymi því ekki. Eftir nokkur tímabil þar sem ég hafði í raun ekki fest mig í liðinu, þá hafði ég brennandi löngun í nýja áskorun. En ég gerði mistök í 'story' í gær, þar sem ég lét tilfinningarnar taka völdin."

„Þakka ykkur kærlega fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman. Ég vil þakka liðsfélögum mínum, öllu starfsfólkinu og ykkur stuðningsmönnum. Sjáumst fljótlega," skrifar Mikael á Instagram en færsluna má sjá hér að neðan.

Mikael, sem getur spilað á miðju og á kanti, er núna í íslenska landsliðshópnum sem á framundan leiki gegn Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM.

Hér að neðan má sjá færsluna í heild sinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner