Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 03. september 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Moukoko í sögubækurnar - Skoraði tvö fyrir U21 árs landsliðið
Youssoufa Moukoko sló enn eitt metið í gær
Youssoufa Moukoko sló enn eitt metið í gær
Mynd: Getty Images
Youssoufa Moukoko, framherji Borussia Dortmund í Þýskalandi, er yngsti markaskorari í sögu U21 árs landsiða eftir að hann gerði tvö mörk í 6-0 sigri á San Marínó í gær.

Moukoko er aðeins 16 ára gamall og steig sín fyrstu skref með aðalliði Dortmund á síðustu leiktíð.

Hann þykir einn efnilegasti framherji heims og var byrjaður að raða inn mörkum fyrir U16 ára lið Dortmund þegar hann var einungis 12 ára.

Moukoko spilaði með U21 árs landsliði Þýskalands gegn San Marínó í gær og skoraði tvö mörk í 6-0 sigri.

Hann er því yngsti markaskorari í sögu U21 árs landsliða eða aðeins 16 ára og 286 daga gamall. Enn eitt metið sem hann bætir en hann er einnig yngsti markaskorari þýsku deildarinnar og yngsti leikmaður Meistaradeildarinnar frá upphafi.
Athugasemdir
banner