Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 03. september 2021 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rosaleg tölfræði Ronaldo gegn Newcastle
Mynd: Getty Images
Eins og flestir vita gekk Cristiano Ronaldo í raðir Manchester United á lokadegi félagsskiptagluggans. Hann var þá mættur með landsliði Portúgals þar sem hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri liðsins á Írlandi í gær.

Hann fangaði seinna markinu með því að fara úr treyjunni og fékk því gult spjald fyrir. Hann verður í banni er liðið mætir Aserbaijan á þriðjudaginn. Hann ákvað því að mæta fyrr til Manchester.

Hann er farinn að undirbúa sig fyrir fyrsta leik sinn í endurkomunni til United. Liðið mætir Newcastle á laugardaginn eftir viku en stuðningsmenn Newcastle skjálfa væntanlega á beinunum.

Ronaldo er mikill markaskorari en með mörkunum gegn Írlandi er hann orðinn markahæsti landsliðsmaður frá upphafi.

Ekki nóg með það að hann sé almennt mikill markaskorari þá hefur hann farið mikinn í viðureignum gegn Newcastle. Hann hefur mætt þeim 11 sinnum og unnið 10 leiki og gert eitt jafntefli, skorað 6 mörk og lagt upp fimm.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner