Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 03. september 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
U19 hópurinn fyrir undankeppnina í Serbíu
Þjálfarinn Jörundur Áki Sveinsson.
Þjálfarinn Jörundur Áki Sveinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hóp sem leikur í undankeppni EM 2022. Jörundur er að fara í sitt fyrsta verkefni með liðið en hann tók við liðinu af Þórði Þórðarsyni sem hætti með liðið í júní.

Ísland er í riðli með Frakklandi, Svíþjóð og Serbíu, en leikið verður í Serbíu dagana 15.-21. september.

Tvö félög eru með þrjá leikmenn í hópnum. Það eru Augnablik og Þróttur Reykjavík. Vekur athygli að í hópnum eru þrjár stelpur sem eiga enga landsleiki. Það eru þær Freyja Karín, Dagný Rún og Þóra Björg.

Freyja hefur raðað inn mörkum í 2. deild, Dagný hefur átt gott tímabil í Fossvoginum og svo hefur Þóra verið að spila talsvert með ÍBV í Pepsi Max-deildinni.

Þær Bergþóra Sól Ásmundsdóttir, Jakobína Hjörvarsdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir eru meiddar og komu ekki til greina í þennan hóp.

U19 hópurinn
Birna Kristín Björnsdóttir - Augnablik
Hildur Lilja Ágústsdóttir - Augnablik
Írena Héðinsdóttir Gonzales - Augnablik
María Catharina Ólafsdóttir Gros - Celtic
Tinna Brá Magnúsdóttir - Fylkir
Þórhildur Þórhallsdóttir - Fylkir
Berglind Þrastardóttir - Haukar
Mikaela Nótt Pétursdóttir - Haukar
Dagný Rún Pétursdóttir - Víkingur R.
Ragna Sara Magnúsdóttir - ÍBV
Þóra Björg Stefánsdóttir - ÍBV
Aldís Guðlaugsdóttir - KH
Amelía Rún Fjeldsted - Keflavík
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir - Selfoss
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir - Stjarnan
Sædís Rún Heiðarsdóttir - Stjarnan
Andrea Rut Bjarnadóttir - Þróttur R.
Jelena Tinna Kujundzic - Þróttur R.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Þróttur R.
Freyja Karín Þorvarðardóttir - Þróttur N.
Athugasemdir
banner
banner