Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 03. september 2021 16:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vidal kallaði Richarlison „trúð'"
Arturo Vidal.
Arturo Vidal.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Arturo Vidal ákvað að skella sér á Instagram tapleik gegn Brasilíu síðastliðna nótt.

Leikurinn endaði með 1-0 sigri Brasilíu þar sem Everton Ribeiro skoraði sigurmark Brasilíu um miðbik seinni hálfleiks.

Vidal spilaði allan leikinn fyrir Síle, en eftir leik ákvað hann að skjóta á Richarlison, leikmann Everton og brasilíska landsliðsins, í 'story' á Instagram.

„Hver þekkir þennan trúð?" skrifaði Vidal við mynd af Richarlison, en það var áhugavert í ljósi þess að Richarlison spilaði ekki leikinn.

Richarlison hafði þó eitthvað verið að grínast í Vidal á samfélagsmiðlum og var miðjumaðurinn ekkert mjög sáttur við það. Hann ákvað því að kalla Richarlison 'trúð'.

Það verður áhugavert að sjá hvernig fer þegar þessir tveir mætast næst á fótboltavellinum, ef það gerist. Vidal er ekkert lamb að leika sér við.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner