Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 03. september 2021 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Wolves hefði getað fokkað honum algjörlega upp"
Mynd: Haukur Gunnarsson
Hinn bráðefnilegi Ísak Bergmann Jóhannesson gekk til liðs við FC Kaupmannahöfn á lokadegi félagsskiptagluggans frá Norrköpping.

Hjörvar Hafliðason, Kristján Óli Sigurðsson og Lúðvík Jónasson ræddu skiptin í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag.

„Þeir eru væntanlega að ná í alvöru gæja sem þeir ætla að gera enn betri og selja en mér fannst hann fínn í gær. Það sem maður sér í þessum gæja er að hann er með fótbolta heila, sem þú kennir ekki, leikskilningurinn er uppá 10. Honum vantar kjöt á beinin til að spila í stærri deildum en FCK er eitt af þremur stærstu liðum norðurlandanna," sagði Kristján Óli en Ísak lék sinn fyrsta A-landsleik í gær er hann kom inná sem varamaður á 66. mínútu í 0-2 tapi gegn Rúmeníu.

Ísak var orðaður við Enska Úrvalsdeildarfélagið Wolves lengi vel. Þeir telja að það hefði verið rangt skref fyrir Ísak.

„Ég held að hann sé skynsamur þessi strákur, hann tekur þetta eitt skref í einu í rólegheitum í staðin fyrir að fara í einhvern stærri klúbb sem hafa verið að skoða hann," sagði Lúðvík.

„Sko þetta Wolves dæmi hefði geta 'fokkað' honum algjörlega upp. Hann hefur ekkert þarna að gera með Joao Moutinho og Rúben Neves. Ég verð að hrósa honum fyrir þetta, þetta var gott val. Þetta er rétt skref," sagði Hjörvar.

Kristján bendir á að þetta sé 'Haaland aðferðin' en það er oft talað um að Haaland sé búinn að kortleggja næstu skref á ferlinum algjörlega.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner