lau 03. september 2022 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Bodö/Glimt að missa titilinn til Molde - Bolton ætlar í umspilsbaráttu
Mynd: EPA
Mynd: Heimasíða Panathinaikos
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: KSÍ

Það var mikið af Íslendingaliðum sem áttu leiki í dag og nokkrir íslenskur sem fengu að spreyta sig. Alfons Sampsted spilaði til að mynda allan leikinn er Bodö/Glimt tapaði toppslagnum gegn Molde og afhenti andstæðingunum þannig nánast Noregsmeistaratitilinn.


Bodö/Glimt steinlá á heimavelli þar sem gestirnir frá Molde nýttu færin sín einfaldlega betur. Molde er með tíu stiga forystu á toppi norsku deildarinnar eftir þennan sigur. Það eru aðeins níu umferðir eftir af tímabilinu.

Bodö/Glimt 1 - 4 Molde
0-1 M. Kaasa ('38)
1-1 H. Amundsen ('45)
1-2 E. Breivik ('45)
1-3 M. Kaasa ('68)
1-4 O. Brynhildsen ('84)

Grísku liðin sögulegu Olympiakos og Panathinaikos unnu þá sína leiki. Ögmundur Kristinsson er hvergi sjáanlegur hjá Olympiakos á meðan Hörður Björgvin Magnússon er nýlega kominn úr meiðslum og sat á bekk Panathinaikos í dag. Panathinaikos er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir á meðan Olympiakos er með sjö stig. 

Lærlingar Brynjars Björns Gunnarssonar hjá Örgryte töpuðu eftir frábært gengi undanfarnar vikur. Brynjari tókst að stýra félaginu úr fallsvæðinu en er þó enn í bullandi fallbaráttu þegar átta umferðir eru eftir.

38 ára gamall Emil Hallfreðsson spilaði allan leikinn er Virtus Verona gerði jafntefli við Lecco í fyrstu umferð nýs tímabils í C-deild ítalska boltans. 

Panathinaikos 1 - 0 Levadiakos

Olympiakos 3 - 0 Ionikos

Örgryte 0 - 1 Landskrona

Virtus Verona 2 - 2 Lecco

Bolton lagði þá Charlton að velli í ensku C-deildinni en Jón Daði Böðvarsson er fjarverandi vegna meiðsla. Bolton er með ellefu stig eftir sjö umferðir.

Daníel Leó Grétarsson var ónotaður varamaður í tapi Slask Wroclaw í efstu deild pólska boltans. Wroclaw er með níu stig þar eftir átta umferðir.

Kolbeinn Birgir Finnsson fékk þá að spila síðasta korterið er varalið Dortmund steinlá gegn Dynamo Dresden í C-deild þýska boltans. Dortmund er aðeins með fjögur stig eftir sjö umferðir þar.

Ísak Óli Ólafsson er samningsbundinn Esbjerg sem tapaði fyrir Kolding í dönsku C-deildinni. Esbjerg er þar með tíu stig eftir fimm umferðir.

Að lokum eru Arnór Gauti Ragnarsson og Valgeir Árni Svansson í norska D-deildarliðinu Hönefoss sem tapaði fyrir Elverum og siglir lygnan sjó um miðja deild.

Bolton 3 - 1 Charlton

Stal Mielec 2 - 0 Slask Wroclaw

Dynamo Dresden 3 - 0 Dortmund II

Kolding 2 - 0 Esbjerg

Elverum 3 - 2 Hönefoss


Athugasemdir
banner
banner