lau 03. september 2022 10:35
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Everton og Liverpool: Carvalho byrjar og Nunez snýr aftur
Carvalho byrjar.
Carvalho byrjar.
Mynd: Getty Images
Maupay spilar sinn fyrsta leik fyrir Everton.
Maupay spilar sinn fyrsta leik fyrir Everton.
Mynd: Getty Images

Fyrsti leikurinn í sjöttu umferð ensku úrvalsdeildarinnar er nágranna slagurinn í Liverpool borg en þá mætast Everton og Liverpool og Goodison Park.


Þeir bláklæddu hafa enn ekki unnið leik í deildinni í vetur en Everton hefur gert þrjú jafntefli í röð og öll hafa þau endað með einu marki gegn einu. Það síðasta kom í miðri viku en þá mætti liðið Leeds á Elland Road.

Liverpool er í sjötta sæti deildarinnar með átta stig en liðið vann dramatískan sigur á Newcastle United í miðri viku en þar skoraði Fabio Carvalho sigurmarkið á áttundu mínútu uppbótartímanns.

Frank Lampard, stjóri Everton, gerir eina breytingu á byrjunarliði sínu. Neal Maupay spilar sinn fyrsta leik fyrir liðið en Dwight McNeil fær sér sæti á bekknum.

Þá er Idrissa Gueye á bekknum en hann kom aftur til liðsins frá PSG.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerir þrjár breytingar frá sigurleiknum gegn Newcastle. Fabio Carvalho byrjar sinn fyrsta leik fyrir Liverpool og þá koma Konstantinos Tsimikas og Darwin Nunez inn í liðið.

Andy Robertson og Roberto Firmino fara á bekkinn og þá er Diogo Jota mættur aftur í hópinn eftir meiðsli.

Everton: Pickford, Patterson, Coady, Tarkowski, Mykolenko, Davies, Onana, Iwobi, Gray, Gordon, Maupay.
(Varamenn: Begovic, Keane, Allan, McNeil, Coleman, Gueye, Vinagre, Rondon, Mills.)

Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, van Dijk, Tsimikas, Elliott, Fabinho, Carvalho, Salah, Nunez, Diaz.
(Varamenn: Adrian, Milner, Firmino, Jota, Robertson, Arthur, Matip, Bajcetic, Phillips.)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner