Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 03. september 2022 15:58
Aksentije Milisic
England: Havertz tryggði Chelsea sigur - Þrenna hjá Toney
Havertz tryggði Chelsea sigurinn í dag.
Havertz tryggði Chelsea sigurinn í dag.
Mynd: Getty Images
Toney átti frábæran leik.
Toney átti frábæran leik.
Mynd: Getty Images
Solanke skoraði og lagði upp.
Solanke skoraði og lagði upp.
Mynd: Getty Images

Sex leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni en spilað er í sjöttu umferð deildarinnar.


Chelsea og West Ham áttust við á Stamford Bridge og lauk leiknum með 2-1 sigri Chelsea. Michail Antonio kom gestunum yfir með marki eftir hornspyrnu en hann var frekastur í teignum og kom boltanum yfir línuna.

Ben Chilwell jafnaði leikinn úr þröngu færi og það var síðan Kai Havertz sem tryggði Chelsea sigurinn  með marki eftir fyrirgjöf frá Chilwell.

Tottenham heldur áfram að spila vel en liðið vann 2-1 sigur á Fulham. Pierre Hojbjerg og Harry Kane komu Tottenham í forystu áður en Aleksandar Mitrovic minnkaði muninn fyrir Fulham með smekklegu marki.

Bournemouth vann nýliðaslaginn en það kom til baka á móti Nottingham Forest á útivelli. Forest komst í tveggja marka forystu en Bournemouth gerði sér lítið fyrir og svaraði með þremur mörkum.

Þá vann Brentford 5-2 sigur á Leeds þar sem Ivan Toney gerði þrennu. Annað markið hans var stórkostlegt en það kom beint úr aukaspyrnu.

Wolves vann sigur á Southampton og Newcastle og Crystal Palace skildu jöfn.

Brentford 5 - 2 Leeds
1-0 Ivan Toney ('30 , víti)
2-0 Ivan Toney ('43 )
2-1 Luis Sinisterra ('45 )
3-1 Ivan Toney ('58 )
3-2 Roca ('79)
4-2 Mbuemo ('80)
5-2 Y. Wissa ('90)

Chelsea 2 - 1 West Ham
0-1 Michail Antonio ('62 )
1-1 Ben Chilwell ('76 )
2-1 Kai Havertz ('88)

Newcastle 0 - 0 Crystal Palace

Nott. Forest 2 - 3 Bournemouth
1-0 Cheikou Kouyate ('33 )
2-0 Brennan Johnson ('45 , víti)
2-1 Philip Billing ('51 )
2-2 Dominic Solanke ('63 )
2-3 J.Anthony ('87)

Tottenham 2 - 1 Fulham
1-0 Pierre-Emile Hojbjerg ('40 )
2-0 Harry Kane ('75)
2-1 Aleksandar Mitrovic ('84)

Wolves 1 - 0 Southampton
1-0 Daniel Podence ('45 )


Athugasemdir
banner
banner
banner