Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 03. september 2022 18:29
Ívan Guðjón Baldursson
England: Man City missteig sig á Villa Park
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Aston Villa 1 - 1 Manchester City
0-1 Erling Haaland ('50)
1-1 Leon Bailey ('74)


Staðan var markalaus eftir leiðinlegan fyrri hálfleik er Aston Villa og Manchester City áttust við í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Hvorugt liðið átti marktilraun sem hæfði rammann í fyrri hálfleik og því kærkomið þegar Erling Braut Haaland skoraði í upphafi síðari hálfleiks. Norska ungstirnið gerði vel að vera réttur maður á réttum stað og skoraði auðvelt mark eftir góða fyrirgjöf frá Kevin De Bruyne.

Englandsmeistarar Man City juku sóknarþungan eftir opnunarmarkið en fundu ekki leiðir í gegnum vörn Villa og skoruðu heimamenn jöfnunarmark með sinni fyrstu markiltraun á rammann. Leon Bailey var þar á ferðinni og skoraði með góðu, viðstöðulausu skoti við vítateigslínuna eftir flottan undirbúning frá Jacob Ramsey.

City reyndi að sækja sigurmarkið á lokakaflanum en átti í miklum erfiðleikum með að brjóta vörn Villa á bak aftur og urðu lokatölur 1-1. Philippe Coutinho kom inn af bekknum og skoraði stórbrotið mark sem var þó ekki dæmt gilt vegna þess að dómarinn hafði flautað rangstöðu áður en Brasilíumaðurinn hleypti skotinu af. Endursýningar sýndu að Coutinho var í raun ekki rangstæður og hefði mögulega gert sigurmark Villa með óverjandi skoti sínu.

City er því búið að misstíga sig tvisvar í fyrstu sex leikjum nýs deildartímabils og er liðið með 14 stig eftir 6 umferðir. Aston Villa er með 4 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner