Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 03. september 2022 21:36
Ívan Guðjón Baldursson
Frakkland: Stórsigrar hjá PSG og Lyon - Alexis skoraði í sigri
Messi lagði tvö mörk upp fyrir Mbappe.
Messi lagði tvö mörk upp fyrir Mbappe.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Þrjú af stærstu liðum franska boltans áttu leiki í dag og unnu þá örugglega.


Frakklandsmeistarar PSG heimsóttu Nantes og sóttu sér þægilegan sigur gegn tíu andstæðingum. Kylian Mbappe skoraði eftir stoðsendingu frá Lionel Messi og fékk Fabio, fyrrum leikmaður Manchester United, beint rautt spjald skömmu síðar.

Nantes lék leikmanni færri í meira en klukkustund en hélt þó í við gestina í þónokkurn tíma og var staðan 0-1 í leikhlé. Messi gaf aðra stoðsendingu á Mbappe í upphafi síðari hálfleiks og innsiglaði Nuno Mendes sigurinn með þriðja markinu. PSG er jafnt Marseille á toppi deildarinnar, með 16 stig eftir 6 umferðir.

Nantes 0 - 3 PSG
0-1 Kylian Mbappe ('18)
0-2 Kylian Mbappe ('54)
0-3 Nuno Mendes ('68)
Rautt spjald: 

Marseille heimsótti Auxerre og tók forystuna snemma leiks með marki frá Gerson, fyrrum miðjumanni Roma. Marseille var við stjórn en tókst ekki að innsigla sigurinn fyrr en á lokakaflanum.

Alexis Sanchez sá um að gera sigurmarkið eftir að hafa komið inn af bekknum ásamt Matteo Guendouzi á 59. mínútu. Lokatölur urðu 0-2. Nuno Tavares, á láni frá Arsenal, spilaði seinni hálfleikinn fyrir Marseille og var Issa Kabore, á láni frá Man City, í byrjunarliðinu ásamt Sead Kolasinac.

Lyon er í þriðja sæti með 13 stig og leik til góða eftir stórsigur gegn Angers. Karl Toko Ekambi setti tvennu og gerði Alexandre Lacazette eitt mark í 5-0 sigri á heimavelli.

Auxerre 0 - 2 Marseille
0-1 Gerson  ('8)
0-2 Alexis Sanchez ('84)

Lyon 5 - 0 Angers
1-0 Karl Toko Ekambi ('31)
2-0 Alexandre Lacazette ('38)
3-0 Karl Toko Ekambi ('59)
4-0 Castello Lukeba ('62)
5-0 Moussa Dembele ('88)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner