Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 03. september 2022 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hallbera heiðruð í gær - „Átti alls ekki von á þessu"
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Hallbera Guðný Gísladóttir lék sinn síðasta fótboltaleik sem atvinnukona á EM í sumar en hún ákvað að leggja skóna á hilluna þegar ævintýrinu á Englandi lauk.


Hallbera var mætt á leik Íslands gegn Hvíta Rússlandi í undankeppni HM í gær þar sem hún var heiðruð fyrir leikinn. Hún fékk blómvönd og glæsilega mynd af landsliðshópnum sem var úti á Englandi í sumar.

„Tilfinningin er vissulega skrítin en ég hélt að þetta yrði erfiðara en þetta er. Ég er búin að vera telja sjálfum mér trú um að ég sé meidd þannig ég er aðeins að plata mig," sagði Hallbera í viðtali við Rúv fyrir leikinn í gær.

Hún átti alls ekki von á því að vera heiðruð.

„Ég átti ekki von á því að manni yrði flogið heim og maður fengi svona," sagði Hallbera að lokum.

Hallbera lék 128 landsleiki og skoraði í þeim þrjú mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner