lau 03. september 2022 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hasenhuttl: Þurftum ekki að selja okkar bestu menn
Mynd: EPA
Southampton var með klærnar úti á félagsskiptamarkaðnum í sumar. Liðið fékk marga áhugaverða leikmenn til liðsins.

Armel Bella-Kotchap hefur vakið mikla athygli síðan hann gekk til liðs við félagið frá Bochum. Þá skoraði Roméo Lavia mark gegn Chelsea en hann kom frá unglingaliði Manchester City.

Í gær gekk síðan Ainsley Maitland-Niles til liðs við félagið frá Arsenal á láni.

Það eru oft margir spennandi leikmenn innan raða Southampton og hefur liðið misst nokkra til stærstu liðanna. Ralph Hasenhuttl stjóri liðsins var feginn að missa engan í sumar.

„Við eyddum helling af peningum fyrir tíu leikmenn, það er frábært og öðruvísi en áður, við þurftum ekki að selja okkar bestu menn eins og áður," sagði Hasenhuttl.

Hann segir að nýir eigendur gefi liðinu tækifæri á því að geta eytt peningum án þess að þurfa að selja leikmenn á móti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner