Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 03. september 2022 08:20
Fótbolti.net
Íslenski og enski til umræðu við hringborðið á X977 í dag
Mynd: Fótbolti.net
Það er sannkölluð gósentíð í fótboltanum um þessar mundir og nóg að ræða í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag. Þátturinn er alla laugardaga milli 12 og 14.

Elvar Geir og Benedikt Bóas verða við hringborðið í dag og með þeim verður Orri Freyr, fjölmiðlamaður og FH-ingur.

Fjallað verður um bikarleikina áhugaverðu í vikunni og næsta umferð í Bestu deildinni skoðuð.

Þá verður einnig rætt um enska boltann, leiki vikunnar og félagaskiptagluggann. Eftir leik Everton og Liverpool verður sá leikur gerður upp á hnitmiðaðan hátt af Kristjáni Atla.

Einnig mætir Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, fréttamaður Fótbolta.net, og ræðir um leið kvennalandsliðsins á sitt fyrsta heimsmeistaramót.


Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner