Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 03. september 2022 16:10
Aksentije Milisic
Lengjudeildin: Selfoss vann Grindavík í átta marka leik - Jafnt hjá KV og Vestra
Gonzalo skoraði í dag.
Gonzalo skoraði í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KV gerði jafntefli.
KV gerði jafntefli.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Tveimur leikjum var að ljúka í Lengjudeild karla í dag en spilað er í tuttugustu umferð deildarinnar.


Selfoss vann Grindavík í átta marka leik, hvorki meira né minna.

Grindavik leiddi með þremur mörkum gegn tveimur þegar rúmur hálftími var eftir af leiknum en Selfyssingar svöruðu með þremur mörkum.

Átta mörk og átta mismunandi markaskorarar á Selfossi í dag.

Þá gerðu KV og Vestri 1-1 jafntelfi en KV er fallið úr deildinni. Bele Almerovic kom KV yfir en Elmar Atli Garðarsson bjargaði stiginu fyrir Vestra.

Selfoss 5-3 Grindavík

1-0 Adam Örn Sveinbjörnsson ('2)
1-1 Símon Logi Thasaphong ('23)
2-1 Guðmundur Tyrfingsson ('26, víti)
2-2 Aron Jóhannsson ('35)
2-3 Guðjón Pétur Lýðsson ('54)
3-3 Gonzalo Zamorano ('57)
4-3 Ingvi Rafn Óskarsson ('61)
5-3 Þorlákur Breki Þ. Baxter ('89)
Lestu nánar um leikinn hér.

KV 1-1 Vestri
1-0 Bele Alomerovic ('74)
1-1 Elmar Atli Garðarsson ('79)
Lestu nánar um leikinn hér.


Athugasemdir
banner
banner
banner