lau 03. september 2022 20:15
Ívan Guðjón Baldursson
Marsch: Tala ég við úrvalsdeildina eða dómarasambandið?
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Jesse Marsch var ekki kátur með dómgæsluna í 5-2 tapi Leeds United gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í dag.


Marsch, bandarískur knattspyrnustjóri Leeds, fékk beint rautt spjald fyrir mótmæli sín þegar hann vildi fá dæmda vítaspyrnu í stöðunni 3-1. Þá fékk Brentford vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem Marsch var ósáttur með.

„Við erum með frábæran leikmannahóp hérna og munum halda áfram okkar vinnu þrátt fyrir þetta tap. Við munum læra af þessu," sagði Marsch að leikslokum og svaraði svo spurningum um rauða spjaldið.

„Ég var sallarólegur þegar þeir gáfu vítaspyrnu fyrir atvik sem mér fannst ekki réttlátt í fyrri hálfleik. Það er vegna þess að atvikið var ekki augljóst og þá er hægt að leyfa dómaranum að njóta vafans.

„Þegar komið var á hinn enda vallarins þá voru þetta augljóslega dómaramistök og átti VAR að grípa inn í. VAR var búið að gefa eina ódýra vítaspyrnu í leiknum þannig að mér finnst furðulegt að það hafi ekki verið dæmt þegar við vorum í sókn. Það var talsvert augljósari vítaspyrna heldur en sú sem Brentford fékk. Þetta er ástæðan fyrir pirringnum."

Marsch hélt áfram og talaði um að hann sé ekki viss um hvert hann eigi að snúa sér til að kvarta undan því sem átti sér stað.

„Ég hefði getað hegðað mér betur þegar þetta átti sér stað en núna veit ég ekki hvað ég á að gera í þessari stöðu. Ég veit ekki hvort ég eigi að tala við úrvalsdeildina um þetta eða dómarasambandið vegna þess að þetta er ekki réttmæt dómgæsla. Dómgæslan á tímabilinu hefur ekki verið í samræmi við það sem okkur var sagt á þjálfarafundi fyrir upphaf tímabilsins.

„Ég var rólegur allan leikinn þar til þetta atvik átti sér stað. Ég vil aldrei sýna dómurum eða neinum öðrum vanvirðingu en ég veit ekki hvernig ég á að haga mér þegar ég finn fyrir vanvirðingu koma úr hinni áttinni. Ég veit ekki hvað ég á að gera í þessu."

Leeds er að spila skemmtilegan fótbolta undir Marsch og er með átta stig eftir sex umferðir.

Sjá einnig:
Sjáðu atvikin: Fáránlegar ákvarðanir í Newcastle og London


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner