Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 03. september 2022 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pep býst við því að Haaland nái ótrúlegu afreki
Mynd: Getty Images

Erling Haaland hefur komið gríðarlega sterkur til leiks í ensku úrvalsdeildinni. Hann er með 9 mörk í fyrstu fimm leikjum sínum.


Manchester City heimsækir Aston Villa í síðdegisleiknum í dag. Haaland hefur skorað þrennu í síðustu tveimur leikjum en það kæmi Pep Guardiola ekkert á óvart ef hann setti þrennu í dag.

„Fólk má búast við því af honum. Ég myndi kjósa það og ég vil að hann ætlist til þess," sagði Pep.

„Ég kann að meta það að hann vilji skora þrjú mörk í hverjum leik en það gerist ekki. Ég veit að það gerist ekki, allir í fótboltaheiminum vita að það gerist ekki."

Ef hann skorar þrennu í dag yrði það í fyrsta sinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar að leikmaður skori þrennu þrjá leiki í röð. Jack Balmer gerði það síðast árið 1946 en hann var leikmaður Liverpool.


Athugasemdir
banner
banner
banner