Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 03. september 2022 11:50
Aksentije Milisic
Ten Hag: Antony getur staðist pressuna
Erik ten Hag og Antony.
Erik ten Hag og Antony.
Mynd: Getty Images

Manchester festi kaup á brasilíska vængmanninum Antony en þessi 22 ára leikmaður skoraði 24 mörk og átti 22 stoðsendingar í 82 leikjum fyrir Ajax.


Hann kostaði sitt en Man Utd keypti hann á 81,3 milljónir punda. Þar með varð hann næst dýrasti leikmaður í sögu félagsins en þann heiður á Paul Pogba.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, vann með Antony hjá Ajax og er hann mjög hrifinn af leikmanninum. Hann segir að Brassinn muni geta staðist pressuna sem kemur með svona háum verðmiða.

„Hann hefur nú þegar sannað sig, í Meistaradeildinni og með brasilíska landsliðinu þar sem hann hefur unnið gull á Ólympíuleikunum. Hann getur staðist pressuna,” sagði Ten Hag í viðtali við félagið.

„Ég er viss um að hann muni aðlagast ensku deildinni. Hann lifir fyrir fótbolta, hann elskar fótbolta og allur hans fókus er á fótbolta og að bæta sig sem leikmaður. Þegar hann gerir þetta, þá munu frammistöðurnar koma.”

Man Utd mætir Arsenal á morgun í ensku úrvalsdeildinni en Ten Hag vildi ekki gefa það út hvort Antony muni vera í byrjunarliðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner