Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. október 2017 09:00
Magnús Már Einarsson
Antalya í Tyrklandi
Dómarinn á föstudag dæmdi í sigrinum á Austurríki
Icelandair
Szymon Marciniak í leiknum á EM í fyrra.
Szymon Marciniak í leiknum á EM í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Szymon Marciniak, frá Póllandi, verður dómari í leik Tyrklands og Íslands í undankeppni EM á föstudagskvöld.

Marciniak dæmdi eftirminnilegan leik Íslands og Austurrikis á EM í Frakklandi í fyrra þar sem Ísland hafði betur 2-1 og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum.

Marciniak flautaði þar til leiksloka nánast um leið og Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið fyrir Ísland. Sannkallað flautumark.

Marciniak dæmdi einnig hjá Tyrkjum í 1-1 jafntefli gegn Króatíu í fyrsta leiknum í undankeppni HM.

Tyrkland og Ísland mætast í mikilvægum leik í undankeppni HM í Eskisehir á föstudag klukkan 18:45 að íslenskum tíma.

Aðstoðardómarar í leiknum verða Pawel Sokolnicki og Tomasz Listkiewicz.

Fjórði dómari er síðan Tomasz Musial.

Sjá einnig:
EM ævintýri Íslands - Markið sem setti þjóðina á hliðina
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner