Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. október 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Antalya í Tyrklandi
Emil Hallfreðs og Hakan Calhanoglu í banni á föstudag
Icelandair
Emil er í banni á föstudaginn.
Emil er í banni á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bæði Tyrkland og Íslands verða án miðjumanna í leiknum mikilvæga í undankeppni HM.

Emil Hallfreðsson er í leikbanni hjá Íslandi en hann fékk sitt annað gula spjald í undankeppninni í 2-0 sigrinum á Úkraínu.

Emil átti frábæra frammistöðu í þeim leik og hans verður saknað í leiknum á föstudag.

Hakan Calhanoglu, miðjumaður AC Milan, er í banni hjá Tyrkjum.

Hakan er frábær spyrnumaður en hann hefur skorað átta mörk í 28 landsleikjum á ferli sínum.

Átta leikmenn eru á gulu spjaldi í íslenska liðinu fyrir leikinn á föstudaginn en ef þeir fá spjald í þeim leik þá verða þeir í banni gegn Kosóvó á mánudag.

Leikmennirnir eru: Alfreð Finnbogason, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason, Gylfi Þór Sigurðsson, Kári Árnason, Ólafur Ingi Skúlason, Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason.
Athugasemdir
banner
banner
banner