Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 03. október 2017 10:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðjón Pétur líkir sjálfum sér við Iniesta
Ósáttur við að vera ekki í liði ársins hjá Pepsi-mörkunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Vals, átti skínandi tímabil í sumar þegar Valur landaði Íslandsmeistaratitlinum.

Hann var einn af burðarstólpunum í liðinu.

Hann fór í viðtal hjá Vísi.is í gær þar sem hann ræðir m.a. um veikindi sem hann hefur verið að glíma við. Þar segist hann einnig vera ósáttur við að komast ekki í lið ársins hjá Pepsi-mörkunum og líkir sér við Andres Iniesta, miðjumann og fyrirliða Barcelona.

„Ég hef átt mörg góð tímabil en held ég fái ekki alltaf athyglina því ég er svo mikið í stoðsendingunum og hjálparsendingunum sem leiða að marki. Ég vil meina að ég sé svolítill Iniesta. Það var ekki vitað að hann væri góður fyrr en hann var orðinn 28 ára" segir Guðjón Pétur.

„Ég held ég hafi komið að 19 mörkum í sumar og kom að 21 marki hjá Blikum á sínum tíma þannig að ég hef átt nokkur góð tímabil. Ég held ég sé mjög vanmetinn og það er grín að ég sé ekki í liði ársins í Pepsi-mörkunum en það er gott grín."

Þess má til gamans geta að Guðjón komst í lið ársins hjá okkur á Fótbolta.net. Þar segir í umsögn um hann: „Hefur blómstrað í sumar og sá til þess að Valsmenn söknuðu ekki Kristins Freys Sigurðssonar. Býr yfir gríðarlegum gæðum."

Sjá einnig:
Haukur Páll og Gaui Lýðs gefa skemmtilega innsýn í lífið í Val
Athugasemdir
banner
banner