Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 03. október 2017 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rashford: Ætlum að verða heimsmeistarar
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford er bjartsýnn. Hann telur að England geti orðið heimsmeistari í Rússlandi næsta sumar.

England á eftir að spila síðustu tvo leiki sína í undankeppninni, en liðið þarf eitt stig gegn Slóveníu og Litháen til að komast á mótið.

Gengi Englands á síðustu stórmótum hefur verið mjög slakt. Á síðasta EM datt liðið úr leik gegn litla Íslandi, en Rashford telur að hlutirnir geti verið öðruvísi á HM í Rússlandi næsta sumar.

„Við ætlum að gera okkar besta, við ætlum að fara þangað með plan og sýna rétta ákefð," segir Rashford um heimsmeistararamótið. „Við ætlum að reyna að fara alla leið og vinna."

„Við verðum að byggja á okkar plani og okkar skipulagi, og reyna að vinna."
Athugasemdir
banner
banner
banner