Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. október 2017 07:00
Hafliði Breiðfjörð
Þjálfari ársins 2017: Kom á óvart að við höfum stungið af
Halldór Jón Sigurðsson (Þór/KA)
Donni gerði Þór/KA að Íslandsmeisturum á sínu fyrsta ári með liðið.
Donni gerði Þór/KA að Íslandsmeisturum á sínu fyrsta ári með liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
,,Hún var geggjuð í sumar þó hún hafi aldrei fengið einasta umtal og sumir í fjölmiðlum vita ekki einu sinni hvað hún heitir.''
,,Hún var geggjuð í sumar þó hún hafi aldrei fengið einasta umtal og sumir í fjölmiðlum vita ekki einu sinni hvað hún heitir.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þegar stelpurnar voru að labba út í seinni hálfleikinn var ég einn inni í klefa og kíkti á stöðuna.''
,,Þegar stelpurnar voru að labba út í seinni hálfleikinn var ég einn inni í klefa og kíkti á stöðuna.''
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
,,Mér fannst þetta mjög óþægilegt, var nýbúinn að ráða mig í vinnu og vissi ekki hvort félagið yrði saman eða ekki.
,,Mér fannst þetta mjög óþægilegt, var nýbúinn að ráða mig í vinnu og vissi ekki hvort félagið yrði saman eða ekki.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
,,Fólk út um allt land fór að hafa skoðun á Þór/KA og allir höfðu áhyggjur af þessu. Það varð mikið umtal sem fór úr því að vera neikvætt í jákvætt.''
,,Fólk út um allt land fór að hafa skoðun á Þór/KA og allir höfðu áhyggjur af þessu. Það varð mikið umtal sem fór úr því að vera neikvætt í jákvætt.''
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
,,Við fengum svo geggjaðan stuðning og vorum með langflesta stuðningsmenn á okkar leikjum í sumar.''
,,Við fengum svo geggjaðan stuðning og vorum með langflesta stuðningsmenn á okkar leikjum í sumar.''
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
,,Sandra fékk tilboð frá Kína og Þýskalandi og Bianca fékk líka tilboð en þeim datt ekki í hug að skoða það.''
,,Sandra fékk tilboð frá Kína og Þýskalandi og Bianca fékk líka tilboð en þeim datt ekki í hug að skoða það.''
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
,,Hún er mikill Akureyringur og örugglega með Þór/KA hjarta. Ég myndi aldrei segja nei ef hún hefur áhuga á að vera með okkur.''
,,Hún er mikill Akureyringur og örugglega með Þór/KA hjarta. Ég myndi aldrei segja nei ef hún hefur áhuga á að vera með okkur.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Jón Sigurðsson, Donni, var valinn þjálfari ársins í Pepsi-deild kvenna af starfsmönnum Fótbolta.net en hann gerði lið Þórs/KA að Íslandsmeisturum í ár.

„Þór/KA er búið að vera í toppbaráttu undanfarin ár og því var í kortunum að vera í toppbaráttu núna. Við ætluðum að vinna alla leiki og þá yrði ljóst að við myndum vinna mótið. Það var klárlega raunhæft," sagði Donni aðspurður um hvort liðið hafi alltaf stefnt að því að vinna Íslandsmeistaratitilinn.

Það stefndi allt mótið í hvað koma skyldi hjá Þór/KA í sumar en þær unnu fyrstu leikina á móti Val og Breiðabliki og gáfu ekkert eftir. En kom honum ekkert á óvart hversu vel mótið fór af stað?

„Jú það kom pínu á óvart að við höfum stungið pínulítið af á mótinu því hin liðin voru að misstíga sig meira en við gerðum ráð fyrir," sagði Donni. „En það kom mér ekkert á óvart að við höfum unnið leikina sem við unnum því við ætluðum alltaf að vinna alla leikina. Það var aldrei neinn efi í að við gætum unnið alla leiki og við unnum öll liðin í deildinni og fleiri lið tvisvar en einu sinni."

Sumir í fjölmiðlum vita ekki hvað hún heitir

Þrátt fyrir góðan árangur liðsins í sumar náðist aðeins einu sinni að fara í leik þar sem allir leikmenn liðsins voru leikhæfir. Sandra María Jessen fyrirliði liðsins missti af fyrstu umferðunum vegna meiðsla og svo komu önnur meiðsli í kjölfarið.

„Um leið og hún kom inn þá misstum við Natalia Gomez sem var spörkuð út úr leiknum á móti Breiðabliki og frá í fimm leiki," sagði hann.

„Hún er einn albesti miðjumaður deildarinnar og eftir að hún kom til baka varð Lillý Rut frá vegna meiðsla. Þetta eru sumir af okkar stærstu póstum en samt náðum við að halda sjó. Svo fór Zaneta Wyne þegar Lillý kom til baka svo við bara í einum leik með fullskipað byrjunarlið. Það var á móti Stjörnunni úti þegar við unnum 1-3."

Zaneta Wyne spilaði 15 leiki í sumar en eftir 3-0 sigur heima á móti Stjörnunni var henni leyft að fara þó tvær umferðir væru eftir. Hvernig stóð á því?

„Sunderland vildi fá hana og hún vildi sjálf fá tilbreytingu. Hún var samt með samning og við hefðum getað staðið í vegi fyrir henni en við töldum okkur vera með þannig hóp að við gætum klárað þetta án hennar," sagði hann.

„Ég sé alls ekki eftir því. Hún er búin að byrja leiki í ensku úrvalsdeildinni og standa sig vel. Hún var geggjuð í sumar þó hún hafi aldrei fengið einasta umtal og sumir í fjölmiðlum vita ekki einu sinni hvað hún heitir. Hún er ótrúlega vanmetinn leikmaður. Stórkostleg."

Fór um mig í hálfleik

Þegar kom að lokum Íslandsmótsins gerði liðið mótið óþarflega spennandi með tapi gegn Grindavík í næst síðustu umferðinni. Það þýddi að þær urðu að vinna FH í lokaumferðinni eða treysta á að Breiðablik myndi ekki vinna Grindavík. Í hálfleik leiddi Breiðablik og enn var markalaust á Akureyri. En var hann orðinn stressaður fyrir þessu á þeim tímapunkti?

„Ég get alveg viðurkennt það núna að það fór klárlega um mig í hálfleik. Þegar stelpurnar voru að labba út í seinni hálfleikinn var ég einn inni í klefa og kíkti á stöðuna," svaraði hann.

„Það var 1-0 fyrir Breiðablik og 0-0 hjá okkur og markið var bara ekki að detta hjá okkur þrátt fyrir þrjú dauðafæri. Samt hvarflaði aldrei að mér að við myndum ekki vinna FH. Ég vissi alltaf að þetta myndi detta en auðvitað fer pínu um mann. Ég hef samt svo mikla trú á stelpunum og veit að þær geta gert hvað sem þær vilja."

Hafði miklar áhyggjur fyrst þegar þetta gerðist

Í byrjun þessa árs tilkynnti KA að félagið ætlaði sér að slíta öll tengsl við Þór svo samstarfið um lið Þórs/KA yrði úr sögunni. Mikill hiti var á Akureyri vegna málsins og í kjölfarið fóru af stað vinnuhópar sem lægðu hitann. Niðurstaðan var að samstarfið yrði allavega til þriggja ára til viðbótar en þetta var 12 árið sem samstarfið er í gangi.

„Fyrst þegar þetta gerðist hafði ég miklar áhyggjur. Mér fannst þetta mjög óþægilegt, var nýbúinn að ráða mig í vinnu og vissi ekki hvort félagið yrði saman eða ekki," sagði Donni.

„Þetta gat alveg farið í hina áttina ef ég hefði bara verið með annað liðið og samstarfinu yrði slitið. Það hefði verið öðruvísi landslag, en það er geggjað fólk sem vinnur fyrir félagið og mér var fljótlega gerð grein fyrir því að þau myndu ná að leysa þetta og verða þessi sterka eining sem það varð," hélt hann áfram.

„Ég hætti að skipta mér af því þá og fór að einbeita mér að leikmönnunum, liðinu og æfingum og vinna í því sem ég gat haft stjórn á. Það gekk frábærlega að slíta sig frá þessum pælingum og einbeita sér að liðinu."

Held þetta hafi hjálpað

Hvaða áhrif hafði þessi uppákoma á liðið, varð þetta á endanum til að styrkja liðið?

„Það kom ótrúlega mikil umræða um liðið og fólk sá betur hvað er lögð mikil vinna í það sem er verið að gera með Þór/KA. Ég held að það hafi styrkt okkur á endanum og seinna meir því fólk sá bara að stelpurnar vildu ekkert annað en að vera saman og vinna saman."

Umræðan um Þór/KA á þessum tíma kom liðinu í mikla umræðu og þegar út í mótið kom og árangurinn fylgdi með eignaðist Þór/KA mikla fylgismenn um allt land, ekki bara á Akureyri.

„Já nákvæmlega, fólk út um allt land fór að hafa skoðun á Þór/KA og allir höfðu áhyggjur af þessu. Það varð mikið umtal sem fór úr því að vera neikvætt í jákvætt. Það varð því jákvæð spenna og jákvæð orka í því sem við vorum farin að gera. Við fengum svo geggjaðan stuðning og vorum með langflesta stuðningsmenn á okkar leikjum í sumar. Þetta varð bara betra og betra og ég held að þetta hafi hjálpað ef eitthvað var."

Sandra fékk tilboð frá Kína og Þýskalandi

Nú er tímabilinu lokið og titillinn kominn í hendur Þórs/KA. Vinnunni er þó ekki lokið á Akureyri enda félagið vill Donni bara bæta í. Hann vonast til að halda öllum leikmönnum liðsins frá þessu ári.

„Við erum bara að fara að verða betra lið," segir Donni. „Við Íslandsmeistarar og besta liðið í sumar og þetta eru allt heimastelpur nema Bryndís Lára markvörður og útlendingarnir. Ég myndi því ekki skilja það ef einhver leikmaður vill skoða eitthvað annað, en maður veit aldrei. Það eru einhverjir lausir samningar og við erum að vinna í því."

Félagið er þegar búið að semja við tvo lykilmenn, Sandra Mayor markadrottning deildarinnnar og Bianca Sirra hafa þegar framlengt um eitt ár.

„Það eru stór tíðindi en það var aldrei séns á að þær myndu gera annað því þær elska Akureyri og Akureyri elskar þær. Það var hugsað ótrúlega vel um leikmenn og þær líka. Sandra fékk tilboð frá Kína og Þýskalandi og Bianca fékk líka tilboð en þeim datt ekki í hug að skoða það og ákváðu strax að vera hjá okkur."

Myndi ekki segja nei ef Arna Sif vill koma

Nú eftir að mótinu er lokið fara félögin að ræða við aðra leikmenn og skoða styrkingar. Donni ætlar að fara á þann markað.

„Ég get séð fyrir mér að styrkja liðið um einn til tvo leikmenn. Það þarf ekki mikla styrkingu. Alls ekki, en við byrjum að sjá hverjar verða áfram og ef einhverjir leikmenn ætla annað þá þarf að styrka liðið meira. En við förum í Evrópukeppni og því fylgir aukið álag."

Arna Sif Ásgrímsdóttir leikmaður Vals sem hóf feril sinn með Þór/KA hefur verið orðuð við félagið í slúðurpakkanum á Fótbolta.net. Er hún að koma til félagsins?

„Það á eftir að koma í ljós, Arna Sif er leikmaður sem við höfum mikinn áhuga á, hörkugóður leikmaður og heimamaður númer 1. - 2. og 3. Hún er mikill Akureyringur og örugglega með Þór/KA hjarta. Ég myndi aldrei segja nei ef hún hefur áhuga á að vera með okkur."
Athugasemdir
banner
banner