banner
   þri 03. október 2017 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wales fyrir áfalli - Bale meiddur og getur ekki spilað
Mynd: Getty Images
Gareth Bale, leikmaður Real Madrid, mun missa af síðustu tveimur leikjum Wales í undankeppni HM vegna kálfameiðsla.

Bale spilaði ekki gegn Espanyol á sunnudaginn, en Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, talaði meiðsli niður og sagði þau ekkert áhyggjuefni, hann hefði aðeins verið hvíldur í leiknum.

Nú hefur hins vegar komið í ljós að meiðslin eru alvarlegri en Zidane talaði um og hann getur ekki spilað í næstu leikjum.

Bale kom til móts við welska landsliðshópinn í gær og þar voru meiðsli hans skoðuð. Í kjölfarið kom það í ljós að hann mun ekki taka þátt í tveimur síðustu leikjum Wales í undankeppni HM.

Það er mikið áfall fyrir Wales.

Wales er að fara að spila gegn Georgíu og Írlandi. Fyrir lokaleikina er liðið í öðru sæti síns riðils, fjórum stigum á eftir Serbíu. Wales vonast til þess að komast á sitt fyrsta HM frá 1958.
Athugasemdir
banner
banner