Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 03. október 2020 19:59
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: Austfirðingar setja pressu á Grindavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sameinað lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis F. er sprelllifandi í toppbaráttunni eftir sigur á Sindra í dag.

Staðan var markalaus í rúma klukkustund þar til Elísabet Arna Gunnlaugsdóttir og Shakira Duncan skoruðu fyrir Austfirðinga.

Austfirðingar eru í þriðja sæti, aðeins einu stigi eftir Grindavík sem gerði jafntefli í gær, þegar tvær umferðir eru eftir.

Álftanes hafði þá betur gegn Hamri er liðin mættust í Hveragerði. Hamar komst yfir í fyrri hálfleik en Edda Mjöll Karlsdóttir sneri leiknum við með tvennu í þeim síðari.

Fjarðab/Höttur/Leiknir 2 - 1 Sindri
1-0 Elísabet Arna Gunnlaugsdóttir ('62)
2-0 Shakira Duncan ('73)
2-1 Inga Kristín Aðalsteinsdóttir ('76)

Hamar 1 - 2 Álftanes
1-0 Karen Inga Bergsdóttir ('20, víti)
1-1 Edda Mjöll Karlsdóttir ('50, víti)
1-2 Edda Mjöll Karlsdóttir ('72)

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner