Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 03. október 2020 17:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Völsungur vann rosalega mikilvægan sigur
Völsungur er í tíunda sæti deildarinnar.
Völsungur er í tíunda sæti deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Völsungur er ekki fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir af 2. deild karla.

Völsungur vann gríðarlega mikilvægan útisigur á Víði í leik upp á líf og dauða í deildinni. Guðmundur Óli Steingrímsson og Sæþór Olgeirsson gerðu mörk Völsungs í fyrri hálfleik.

Völsungur er með 17 stig í tíunda sæti og Víðir er í 11. sæti með 13 stig. Víðir á leik til góða Völsung gegn Kára.

Dalvík/Reynir er á botni deildarinnar með 11 stig, en Dalvíkingar töpuðu gegn Haukum á heimavelli í dag. Kristófer Dan Þórðarson gerði sigurmark Hauka á síðustu stundu. Leikurinn endaði 3-2 fyrir gestina úr Hafnarfirði sem sitja í fimmta sæti með 36 stig.

Dalvík/Reynir 2 - 3 Haukar
0-1 Tómas Leó Ásgeirsson ('31)
1-1 Borja Lopez Laguna ('39, víti)
1-2 Ásgeir Þór Ingólfsson ('54)
2-2 Markaskorara vantar ('80)
2-3 Kristófer Dan Þórðarson ('90)

Víðir 0 - 2 Völsungur
0-1 Guðmundur Óli Steingrímsson ('18)
0-2 Sæþór Olgeirsson ('44)

Önnur úrslit:
2. deild: Tokic kemur Selfyssingum í kjörstöðu
Athugasemdir
banner
banner
banner