Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 03. október 2020 16:46
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: Sindri skoraði fimm gegn Reyni - Mikið líf í fallbaráttunni
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
KV og Reynir Sandgerði eru komin upp úr 3. deildinni en það er enn mikið líf í fallbaráttunni þar sem sjö félög geta enn fallið eftir fyrstu leiki dagsins.

Í efri hlutanum skoraði Sindri fimm mörk í frábærum sigri gegn Reyni en í neðri hlutanum vann botnlið Álftaness mikilvægan sigur gegn Hetti/Hugin í fallbaráttunni.

Ægir lagði þá Einherja að velli í öðrum fallbaráttuslag og er gríðarlega stutt á milli liða eins og má sjá á stöðutöflunni hér fyrir neðan.

Ægir er fimm stigum frá fallsvæðinu eftir sigurinn, einu stigi fyrir ofan Einherja. Höttur/Huginn er tveimur stigum frá fallsvæðinu.

Sindri 5 - 1 Reynir S.
1-0 Kristinn Justiniano Snjólfsson ('24)
2-0 Cristofer Moises Rolin ('26)
2-1 Sigurbergur Elísson ('56)
3-1 Abdul Bangura ('67)
4-1 Cristofer Moises Rolin ('68)
5-1 Sævar Gunnarsson ('84)

Ægir 3 - 0 Einherji
1-0 Stefan Dabetic ('29)
2-0 Petar Bano ('72)
3-0 Pétur Smári Sigurðsson ('76)
Úrslit og markaskorarar af úrslit.net

Álftanes 2 - 0 Höttur/Huginn
1-0 Gunnar Orri Aðalsteinsson ('58)
2-0 Eyjólfur Andri Arason ('90)

Elliði 0 - 3 KV
0-1 Grétar Sigfinnur Sigurðarson ('39)
0-2 Björn Axel Guðjónsson ('47)
0-3 Njörður Þórhallsson ('87)

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner