Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 03. október 2020 18:04
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: ÍH meistari eftir framlengdan leik - Hamar í þriðja
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍH tryggði sér sigur í 4. deildinni þegar liðið spilaði úrslitaleik við KFS á SS-vellinum á Hvolsvelli.

Bæði lið eru komin upp í 3. deild og mættust í dag til að úrskurða um meistarana í ár.

Hafnfirðingar komust yfir snemma leiks en Eyjamenn sneru stöðunni við fyrir leikhlé. Staðan var 2-1 þar til á lokamínútunum, þegar Bergþór Snær Gunnarsson gerði jöfnunarmark ÍH og knúði leikinn þannig í framlengingu.

Jón Már Ferro gerði sigurmark KFS í upphafi síðari hálfleiks framlengingarinnar.

Hamar mætti þá Kormáki/Hvöt í leiknum um þriðja sætið og hafði betur.

Logi Geir Þorláksson gerði eina mark leiksins á 23. mínútu.

KFS 2 - 3 ÍH
0-1 Ísak Örn Einarsson ('8)
1-1 Björgvin Geir Björgvinsson ('23)
2-1 Borgþór Eydal Arnsteinsson ('41)
2-2 Bergþór Snær Gunnarsson ('90)
2-3 Jón Már Ferro ('107)

Hamar 1 - 0 Kormákur/Hvöt
1-0 Logi Geir Þorláksson ('23)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner