Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 03. október 2020 13:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Abraham ætlaði að taka víti - Azpilicueta tók boltann af honum
Mynd: Getty Images
Chelsea vann þægilegan 4-0 sigur á Crystal Palace í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Ben Chilwell og Kurt Zouma komu Chelsea í 2-0 í seinni hálfleiknum, og svo skoraði miðjumaðurinn Jorginho úr tveimur vítaspyrnum.

Tammy Abraham spilaði allan leikinn í sóknarlínu Chelsea en hann var vægast sagt svekktur að fá ekki að taka seinni vítaspyrnuna sem Chelsea fékk.

Hann tók boltann upp og ætlaði að fara að setja hann á vítapunktinn, en þá kom fyrirliðinn Cesar Azpilicueta að honum og lét hann vita að Jorginho væri vítaskytta liðsins. Af svipbrigðum að dæma þá var sóknarmaðurinn ekki mjög ánægður með þetta.

Hér að neðan má sjá myndir.




Athugasemdir
banner
banner
banner