lau 03. október 2020 21:42
Ívan Guðjón Baldursson
Bielsa: Sigurmark frá okkur hefði verið ósanngjarnt
Mynd: Getty Images
Marcelo Bielsa, stjóri Leeds United, var stoltur af sínum mönnum eftir að þeir náðu jafntefli gegn Manchester City í enska boltanum í dag.

Nýliðar Leeds áttu mjög góðan leik og komust nokkrum sinnum nálægt því að gera sigurmark í síðari hálfleik en Ederson varði frábærlega.

„City var betra liðið í byrjuninni og á lokakaflanum. Við vorum betri í miðjum leiknum, sitthvoru megin við hálfleikinn. Það er nokkuð auðvelt fyrir þá að eiga betri leik heldur en við, á meðan við þurfum að vera uppá okkar allra besta til að eiga möguleika gegn þeim," sagði Bielsa.

„Í byrjun náðum við ekki að taka boltann af þeim og þeir áttu alltof auðvelt með að taka hann af okkur. Strákarnir gáfust ekki upp, sjálfstraustið jókst og leikurinn jafnaðist út.

„Sigurmark frá okkur hefði verið ósanngjarnt. Við hefðum vel getað unnið þennan leik, en það hefði ekki verið sanngjarnt."


Leeds hefur farið mjög vel af stað og er með sjö stig eftir fjórar umferðir en eina tap nýliðanna kom í fyrstu umferð gegn Liverpool.

Leeds á næst heimaleik við Wolves 19. október.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner