lau 03. október 2020 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðablik fer úr grænu í vínrautt í tilefni af 70 ára afmæli
Breiðablik mun spila í vínrauðu í tilefni af 70 ára afmæli félagsins.
Breiðablik mun spila í vínrauðu í tilefni af 70 ára afmæli félagsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Meistaraflokkar Breiðabliks munu á næstunni spila heimaleiki í vínrauðum treyjum.

Breiðablik spilar vanalega í grænum búningum en mun breyta til í tilefni af 70 ára afmæli félagsins.

„Meistaraflokkar Breiðabliks munu á næstu dögum spila hvorn sinn heimaleikinn í vínrauðum afmælistreyjum. Báðir leikir eru gegn Fylki; fyrst karlarnir á sunnudag og svo konurnar 10. október næstkomandi. Breiðablik fagnar því í ár að 70 ár eru síðan félagið var stofnað þar sem þá hét Kópavogshreppur en félagið er nú er fjölmennasta íþróttafélag landsins," segir á Blikar.is.

„Hátíðahöld vegna afmælisins hófust snemma árs, en 12. febrúar 1950 er formlegur stofndagur Breiðabliks. Græni liturinn hefur fylgt félaginu nánast frá upphafi en meistaraflokkur karla lék þó um hríð í vínrauðum treyjum og hvítum buxum. Til eru skemmtilegar ljósmyndir frá þessum tíma, meðal annars frá keppnisferð til Siglufjarðar árið 1967."

Greinina má lesa á Blikar.is með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner