Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 03. október 2020 18:12
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Newcastle og Burnley: Jói Berg á bekkinn
Allan Saint-Maximin er kominn aftur inn í byrjunarliðið hjá Newcastle.
Allan Saint-Maximin er kominn aftur inn í byrjunarliðið hjá Newcastle.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson er á varamannabekk Burnley sem heimsækir Newcastle United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Jóhann Berg hefur verið frá vegna meiðsla síðustu tvær vikur.

Steve Bruce gerir fjórar breytingar á liðinu sem gerði jafntefli við Tottenham um síðustu helgi á meðan Sean Dyche gerir tvær breytingar á liði Burnley sem tapaði fyrir Southampton.

Allan Saint-Maximin er kominn aftur á vinstri kantinn hjá Newcastle á meðan Fabian Schär, Emil Krafth og Jamal Lewis koma inn í varnarlínuna.

Harvey Barnes er kominn aftur inn í byrjunarlið Burnley ásamt miðverðinum eftirsótta James Tarkowski.

Newcastle er með fjögur stig eftir þrjár fyrstu umferðir nýs tímabils á meðan Burnley er án stiga eftir tvær umferðir.

Newcastle: Darlow, Schär, Lewis, Krafth, Fernandez, Hayden, Shelvey, Hendrick, Saint-Maximin, Wilson, Joelinton
Varamenn: Gillespie, Carroll, Manquillo, Fraser, Murphy, Almiron, Longstaff

Burnley: Pope, Bardsley, Long, Tarkowski, Taylor, Brownhill, Westwood, Stephens, McNeil, Wood, Barnes
Varamenn: Peacock-Farrell, Guðmundsson, Brady, Pieters, Vydra, Dunne, Benson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner