Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 03. október 2020 16:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Vals og Breiðabliks: Stórleikur tímabilsins
Úr fyrri leik liðanna í sumar sem Breiðablik vann 4-0.
Úr fyrri leik liðanna í sumar sem Breiðablik vann 4-0.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er risaleikur framundan í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld, í raun og veru leikur sem mun að öllum líkindum skera úr um það hvaða lið verður Íslandsmeistari.

Valur tekur á móti Breiðabliki á Hlíðarenda klukkan 17:00. Fyrir leikinn er Valur með einu stigi meira en Blikar, en Breiðablik á leik til góða á Val og því þurfa ríkjandi Íslandsmeistarar Vals á sigri að halda í kvöld.

Hægt er að nálgast beina textalýsingu frá leiknum hérna.

Valur mætir með óbreytt lið frá 7-0 sigri gegn Fylki en Breiðablik gerir eina breytingu frá 8-0 sigri gegn ÍBV. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir dettur úr liðinu og inn kemur Hildur Þóra Hákonardóttir.

Byrjunarlið Vals:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
4. Guðný Árnadóttir
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir
7. Elísa Viðarsdóttir
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
14. Hlín Eiríksdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir
27. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir

Byrjunarlið Breiðabliks:
1. Sonný Lára Þráinsdóttir (m)
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
16. Alexandra Jóhannsdóttir
17. Sveindís Jane Jónsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
22. Rakel Hönnudóttir
24. Hildur Þóra Hákonardóttir
29. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner