Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 03. október 2020 16:54
Ívan Guðjón Baldursson
Calvert-Lewin: Bestu liðin vinna þó þau séu ekki uppá sitt besta
Mynd: Getty Images
Dominic Calvert-Lewin hefur verið í fantaformi á upphafi tímabils og skoraði hann eftir fyrirgjöf frá Gylfa Þór Sigurðssyni í 4-2 sigri Everton gegn Brighton í dag.

Calvert-Lewin telur frammistöðu Everton ekki hafa verið sérlega góða þrátt fyrir jákvæð úrslit og telur hann það vera jákvætt merki.

„Mér fannst við ekki spila vel í dag, sérstaklega í síðari hálfleik. Við erum fullir sjálfstrausts, við erum að skapa færi og skora mörk. Bestu liðin vinna þó þau séu ekki uppá sitt besta," sagði Calvert-Lewin sem gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik í landsleikjahlénu.

„Ég hef verið þolinmóður í nokkur ár og núna er ég að uppskera því sem ég sáði með þrotlausri vinnu. Ég held að ég sé að springa út núna útaf sjálfstrausti og þroska sem hefur komið með aldrinum.

„Mig hefur alltaf dreymt um að spila fyrir landsliðið og ég er tilbúinn til að láta ljós mitt skína."


Calvert-Lewin hrósaði að lokum kólumbísku stórstjörnunni James Rodriguez sem skoraði tvennu og lagði upp í sigrinum.

„James er topp leikmaður. Þú sérð gæðin sem hann býr yfir í hvert sinn sem hann fær boltann. Hann er ótrúlega snjall og góður að skapa pláss fyrir liðsfélagana."
Athugasemdir
banner
banner
banner