Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. október 2020 21:57
Ívan Guðjón Baldursson
Cavani sagður nálægt samkomulagi við Man Utd
Cavani gerði 200 mörk í 301 leik hjá PSG. Þar áður skoraði hann 104 í 138 leikjum með Napoli.
Cavani gerði 200 mörk í 301 leik hjá PSG. Þar áður skoraði hann 104 í 138 leikjum með Napoli.
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar eru sammála um að félagaskipti Edinson Cavani til Manchester United séu handan við hornið.

Þessi 33 ára gamli sóknarmaður er falur á frjálsri sölu eftir sjö ára dvöl hjá Paris Saint-Germain en launakröfur hans eru himinháar.

Samningsviðræður eru í gangi og er Sky Sports meðal fjölmiðla sem telur miklar líkur á að samkomulag náist.

Cavani myndi skrifa undir tveggja ára samning við Rauðu djöflana og vonast stjórn félagsins til að koma hans myndi hafa svipuð áhrif og koma Zlatan Ibrahimovic sumarið 2016.

Auk þess að vera framherji í heimsklassa gæti Cavani hjálpað ungum mönnum á borð við Mason Greenwood, Marcus Rashford og Anthony Martial að bæta sinn leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner