Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 03. október 2020 19:45
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea hafnaði tilboði frá Bayern í Hudson-Odoi
Mynd: Getty Images
Þýskalands- og Evrópumeistarar FC Bayern hafa enn áhuga á kantmanninum efnilega Callum Hudson-Odoi, sem hefur spilað 5 leiki fyrir Chelsea á tímabilinu.

Hudson-Odoi verður tvítugur í nóvember og reyndi Bayern að kaupa hann á síðustu leiktíð en þær tilraunir báru ekki árangur.

Nú vantar Bayern kantmann eftir að lánssamningar Ivan Perisic og Philippe Coutinho enduðu og er Hudson-Odoi efstur á lista.

Sky Sports greinir frá því að Chelsea hafi hafnað tilboði frá Bayern í dag. Tilboðið var eins árs lánssamningur með kaupmöguleika uppá 70 milljónir punda.

Hudson-Odoi var í byrjunarliði Chelsea sem vann 4-0 sigur á Crystal Palace í dag.
Athugasemdir
banner
banner