Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 03. október 2020 15:36
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Andri Rúnar með jöfnunarmarkið í toppslagnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Esbjerg 2 - 2 Viborg
0-1 J. Bonde ('22)
1-1 J. Ankersen ('33)
1-2 S. Grönning ('42)
2-2 Andri Rúnar Bjarnason ('81)

Andri Rúnar Bjarnason kom inn af bekknum og gerði jöfnunarmark Esbjerg í 2-2 jafntefli gegn Viborg í næstefstu deild danska boltans í dag.

Patrik Sigurður Gunnarsson varði mark Viborg í leiknum.

Gestirnir frá Viborg leiddu í hálfleik eftir að hafa tekið forystuna tvisvar sinnum.

Viborg hélt í forystuna þar til á lokakaflanum þegar Andri Rúnar kom knettinum í netið og tryggði stig.

Viborg er á toppi deildarinnar með 14 stig eftir 6 umferðir, einu stigi fyrir ofan Esbjerg.

Ólafur Kristjánsson er við stjórnvölinn hjá Esbjerg.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner