Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 03. október 2020 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
England: Saint-Maximin og Wilson afgreiddu Burnley
Jóhann Berg sneri aftur
Callum Wilson og Allan Saint-Maximin náðu afar vel saman í dag. Ryan Fraser er í baráttu við Saint-Maximin um byrjunarliðssæti.
Callum Wilson og Allan Saint-Maximin náðu afar vel saman í dag. Ryan Fraser er í baráttu við Saint-Maximin um byrjunarliðssæti.
Mynd: Getty Images
Newcastle 3 - 1 Burnley
1-0 Allan Saint-Maximin ('14)
1-1 Ashley Westwood ('61)
2-1 Callum Wilson ('65)
3-1 Callum Wilson ('77, víti)

Newcastle United og Burnley áttust við í síðasta leik dagsins á Englandi og komust heimamenn yfir snemma leiks þegar Allan Saint-Maximin skoraði laglegt mark.

Bæði lið sýndu mikla baráttu í tíðindalitlum leik og voru og leiddu heimamenn í leikhlé. Gestirnir frá Burnley tóku öll völd á vellinum eftir leikhlé og gerði Ashley Westwood verðskuldað jöfnunarmark í kjölfar hornspyrnu.

Heimamenn skiptu þá um gír og kom gæðamunur liðanna í ljós þegar Saint-Maximin tók frábæran sprett og bjó til dauðafæri fyrir Callum Wilson, sem skoraði af stuttu færi.

Jóhann Berg Guðmundsson, sem er að ná sér eftir enn ein meiðslin, kom inn af bekknum eftir seinna markið og fór Saint-Maximin meiddur af velli skömmu síðar.

Burnley leitaði að jöfnunarmarki án árangurs og kom þriðja mark heimamanna á 77. mínútu þegar Nick Pope gerðist sekur um hrikaleg mistök á milli stanganna. Hann náði ekki valdi á sendingu til baka og barst boltinn til Ryan Fraser sem skaut í stöngina. Pope braut þó á Fraser og skoraði Wilson af vítapunktinum með Panenka vippu.

Meira var ekki skorað og er Newcastle með sjö stig eftir fjórar umferðir. Jóhann Berg og félagar eru án stiga eftir þrjá leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner