Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 03. október 2020 19:15
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola: Ótrúlega stoltur af strákunum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðuna eftir 1-1 jafntefli gegn nýliðum Leeds United í enska boltanum í dag.

Manchester City átti betri fyrri hálfleik og leiddi í leikhlé en heimamenn í Leeds vöknuðu til lífsins í síðari hálfleik og fengu mikið af góðum færum. Á endanum voru þeir óheppnir að gera ekki sigurmark.

„Þetta er ekki alvöru fótbolti án stuðningsmanna," sagði Guardiola að leikslokum. „Þetta var skemmtilegur leikur fyrir alla áhorfendur. Ég er ótrúlega stoltur af þessum strákum sem eru að spila sitt fyrsta tímabil saman. Við gátum ekki gert meira í dag því andstæðingarnir okkar voru góðir eins og öll lið undir stjórn Marcelo Bielsa.

„Við erum langt frá toppnum eins og er og þurfum að byrja að vinna leiki. Þetta er maraþon og ástandið er sérstaklega erfitt útaf Meistaradeildinni og bikarkeppnum.

„Ég er mjög ánægður og stoltur af frammistöðu minna manna síðasta stundarfjórðung leiksins. Samfélagið gefur sigurvegurum allt mikilvægið. Þetta er eins og ilmvatn: þegar þú vinnur þá er mjög góð lykt af þér en þegar þú tapar þá er lyktin mjög slæm."


Guardiola, sem hrósaði Leeds í hástert í viðtalinu, er vonsvikinn að hafa aðeins náð í eitt stig úr síðustu tveimur deildarleikjum.

„Það er gaman að keppa við lið eins og Leeds sem spilar til þess að vinna, eins og þeir gerðu gegn Liverpool. Úr verða ótrúlega skemmtilegir fótboltaleikir sem eru áhugaverðir fyrir alla knattspyrnuunnendur.

„Við erum félag sem hefur eytt miklum pening í leikmenn en það er líka hægt að gera eins og Leeds sem er með jákvætt hugarfar og telur sig geta strítt stórliðunum.

„Ég er ekki sérlega ánægður með stigin sem við misstum af í síðustu leikjum en við verðum einfaldlega að bæta okkur og óska andstæðingunum til hamingju."


Man City var án Sergio Agüero, Joao Cancelo, Gabriel Jesus, Ilkay Gundogan og Oleksandr Zinchenko í dag.
Athugasemdir
banner
banner