Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 03. október 2020 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi stóð sig vel - Vinnuframlagið til fyrirmyndar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson kom inn í byrjunarlið Everton gegn Brighton í dag og sýndi flotta takta.

Gylfi lagði upp fyrsta mark Everton fyrir Dominic Calvert-Lewin í 4-2 sigri.

Gylfi fær 7 í einkunn frá staðarmiðlinum Liverpool Echo og flotta umsögn.

„Var klárlega staðráðinn í að sýna hvað hann gæti í dag. Vinnuframlag hans var til fyrirmyndar allar 90 mínúturnar, bæði sóknarlega og varnarlega. Hann kórónaði flotta frammistöðu með góðri stoðsendingu."

Einkunnagjöf Liverpool Echo má skoða hérna en þeir James Rodriguez, Abdoulaye Doucoure, Yerry Mina og Seamus Coleman fá 8 í einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner