Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 03. október 2020 16:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Keflavík endurheimti toppsætið
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík 2 - 1 Leiknir F.
1-0 Davíð Snær Jóhannsson ('3 )
2-0 Rúnar Þór Sigurgeirsson ('40 )
2-1 David Fernandez Hidalgo ('63 )
Lestu nánar um leikinn

Keflavík endurheimti toppsætið í Lengjudeild karla með heimasigri gegn Leikni Fáskrúðsfirði.

Keflavík tók forystuna í leiknum gegn Leiknismönnum eftir aðeins þrjár mínútur þegar Davíð Snær Jóhannsson skoraði beint úr hornspyrnu.

Keflavík fékk fullt af færum til að bæta við í fyrri hálfleik og þeir skoruðu loksins á 40. mínútu sitt annað mark í leiknum. „Davíð fær tíma og pláss til að virða fyrir sér stöðuna úti vinstra megin. Kemur með frábæran bolta inn á teiginn þar sem þrír Keflvíkingar bíða eftir boltanum, Rúnar ákveðnastur og skallar boltann í netið," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í textalýsingu þegar Rúnar Þór Sigurgeirsson gerði annað mark Keflavíkur.

Staðan var 2-0 í hálfleik en gestirnir komu af krafti í seinni hálfleik. David Fernandez Hidalgo minnkaði muninn fyrir Leikni á 63. mínútu og Fáskrúðsfirðingar voru sterkir í seinni hálfleiknum.

Leiknismenn vildu fá víti á 77. mínútu. „Heimamenn stálheppnir!!!!!! Boltinn í hönd Magnúsar í teignum en Elías dæmir ekki neitt," skrifaði Sverrir í beinni textalýsingu.

Keflavík náði að halda út og landa sigri. Keflavík er á toppnum með 43 stig, einu stigi meira en Fram og Leiknir. Keflavík á líka leik til góða. Leiknir er í fallsæti með 12 stig. Liðið er í fallsæti á markatölu þegar það á tvo leiki eftir.

Önnur úrslit:
Lengjudeildin: Toppliðin unnu og Vestri vann í Eyjum
Athugasemdir
banner
banner