Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 03. október 2020 18:55
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-deild kvenna: Agla María svo gott sem tryggði Blikum Íslandsmeistaratitilinn
Blikar fagna sigurmarkinu í dag.
Blikar fagna sigurmarkinu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 0 - 1 Breiðablik
0-1 Agla María Albertsdóttir ('74)

Tvö langbestu lið Íslandsmótsins mættust í eiginlegum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í ár. Uppselt var á völlinn og voru heilir 530 áhorfendur vegna Covid takmarkana.

Leikurinn byrjaði afar fjörlega þar sem bæði lið komust nálægt því að skora á fyrsta korterinu. Blikar björguðu fyrst á línu og áttu svo skot í slá skömmu síðar.

Jafnræði var með liðunum þar til undir lok fyrri hálfleiks þegar Valsarar fengu dauðafæri án þess þó að koma knettinum í netið og staðan markalaus.

Fjörið hélt áfram í síðari hálfleik þar sem bæði lið komust nálægt því að skora áður en Agla María Albertsdóttir kom knettinum loks í netið.

Boltinn barst til Öglu eftir stutta hreinsun úr vítateig Valsara og lét hún vaða af vinstra vítateigshorninu. Skotið var hnitmiðað og rataði beint í hornið.

Valskonur lögðu allt í sóknarleikinn eftir þetta mark en náðu ekki að jafna þrátt fyrir fínar tilraunir. Niðurstaðan 0-1 sigur Blika sem eru með níu fingur á titlinum.

Sjáðu textalýsinguna

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner