lau 03. október 2020 16:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-kvenna: Jafntefli niðurstaðan í bragðdaufum leik
Berglind skoraði jöfnunarmark Fylkis.
Berglind skoraði jöfnunarmark Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 1 - 1 Fylkir
1-0 Shameeka Nikoda Fishley ('5 )
1-1 Berglind Rós Ágústsdóttir ('69 )
Lestu nánar um leikinn

Jafntefli var niðurstaðan þegar Stjarnan og Fylkir áttust við í fyrri leik dagsins í Pepsi Max-deild kvenna.

Leikurinn byrjaði mjög vel fyrir Stjörnuna sem komst yfir eftir aðeins fimm mínútur. „Frábær vippa frá Angela yfir vörn Fylkis og boltinn dettur dauður inn í teignum og Nikoda Fishley fyrst að átta sig á hlutunum og setur boltann framhjá Cecilíu í markið," skrifaði Hilmar Jökull Stefánsson þegar Shameeka Fishley skoraði fyrir Stjörnuna.

Það er ekki hægt að segja að þessi leikur hafi verið bráðskemmtilegur. Staðan var 1-0 í hálfleik og alveg þangað til á 69. mínútu. Þá jafnaði Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði Fylkis, metin eftir frábæra sendingu frá Vesnu Smiljkovic.

Ekki voru fleiri mörk skoruð og lokatölur því 1-1 í Garðabæ. Fylkir er í fjórða sæti með 21 stig og Stjarnan í fimmta sæti með 18 stig. Fylkir er búið með 15 leiki og Stjarnan 16.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner