Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 03. október 2020 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
PSG og Tottenham berjast um Rudiger - Arsenal vill Jorginho
Rudiger hefur spilað 115 leiki á þremur árum hjá Chelsea.
Rudiger hefur spilað 115 leiki á þremur árum hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því að Tottenham og PSG vilja bæði tryggja sér þýska landsliðsmanninn Antonio Rüdiger á lánssamningi.

Rüdiger á tvö ár eftir af samningi sínum við Chelsea og vill félagið framlengja við hann um eitt ár áður en hann verður lánaður út, til að hann tapi ekki verðgildi.

Chelsea er talið vilja lána hann frekar til útlanda í ljósi þess að liðið er í beinni samkeppni við nágranna sína í Tottenham.

Þá gæti Jorginho einnig verið á förum en hann er ekki með fast sæti í byrjunarliðinu undir stjórn Frank Lampard.

Ítalski miðjumaðurinn vill meiri spiltíma til að tryggja sér sæti í landsliðinu fyrir EM og hefur Arsenal áhuga á að gefa honum þann tíma. Mikel Arteta hefur miklar mætur á Jorginho en Arsenal sárvantar skapandi miðjumann. Thomas Partey og Houssem Aouar eru alltof dýrir fyrir félagið.
Athugasemdir
banner