Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 03. október 2020 22:16
Ívan Guðjón Baldursson
Rodrigo: Búnir að sanna að við erum tilbúnir
Rodrigo skoraði sitt fyrsta mark fyrir Leeds í dag.
Rodrigo skoraði sitt fyrsta mark fyrir Leeds í dag.
Mynd: Getty Images
Spænski landsliðsmaðurinn Rodrigo Moreno kom inn af bekknum og gerði jöfnunarmark Leeds United í hörkuleik gegn stórliði Manchester City í enska boltanum í dag.

Man City komst yfir snemma leiks en Leeds brást vel við og komst nálægt því að sigra leikinn.

„Þetta eru frábær úrslit fyrir okkur. Við spiluðum ekki vel fyrstu 20 mínúturnar en eftir það gerðum við mjög vel og komumst nálægt því að vinna leikinn. Þeir fengu líka færi en við erum sáttir með okkar frammistöðu og stöðuna í deildinni," sagði Rodrigo.

„Við erum með mjög einkennandi leikstíl sem byggist mikið á sterkum karakter og liðsheild. Ég þarf tíma til að aðlagast þessum leikstíl en ég er mjög ánægður með hvernig liðið spilar. Þetta er þétt og vel skipulagt lið sem reynir alltaf að spila úr vörn og er óhrætt við að sækja.

„Leeds hefur beðið lengi eftir að komast aftur í þessa deild og ég held að við séum búnir að sanna að við erum tilbúnir."

Athugasemdir
banner
banner
banner