Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 03. október 2020 12:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sancho ekki í hóp „og það er ekki vegna veikinda"
Dortmund segir Sancho veikan
Á leið til Man Utd?
Á leið til Man Utd?
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho, kantmaður Borussia Dortmund, er ekki í leikmannahópi liðsins gegn Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni.

Hann var heldur ekki með gegn Bayern München í Ofurbikar Þýskalands í vikunni og þá var ástæðan sögð veikindi. Dortmund segir sömu ástæðu liggja að baki í dag.

Fredrik A. Filtvedt, virtur blaðamaður Noregi, skrifar á Twitter að veikindi séu ekki ástæðan fyrir því að Sancho sé ekki að spila í dag.

„Sancho hvorki inn á vellinum né á bekknum fyrir Dortmund, og og það er ekki vegna veikinda. United hefur ekki gefist upp," skrifar hann á Twitter.

Sancho hefur verið látlaust orðaður við Man Utd síðustu vikur, en United hefur hingað til ekki viljað greiða þær 120 milljónir evra sem Dortmund vill fá fyrir hinn tvítuga Sancho.

Sancho er sagður vera búinn að ná persónulegu samkomulagi um að ganga í raðir Man Utd, en félagaskiptaglugginn í Englandi lokar á mánudaginn og því þarf United að hafa hraðar hendur.



Athugasemdir
banner
banner
banner