Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. október 2020 14:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu markið: Gylfi með flotta stoðendingu á sjóðheitan Calvert-Lewin
Calvert-Lewin skallaði boltann í netið.
Calvert-Lewin skallaði boltann í netið.
Mynd: Getty Images
Dominic Calvert-Lewin er búinn að koma Everton yfir gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni.

Calvert-Lewin skoraði eftir fyrirgjöf frá landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni, sem er að byrja sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Fyrirgjöfin var einstaklega góð hjá Gylfa á fjærstöngina þar sem Calvert-Lewin kom á ferðinni og skallaði boltann í netið.

Markið má sjá hérna.

Framundan eru landsliðsverkefni og er Gylfi í íslenska landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu í umspili fyrir undankeppni EM. Calvert-Lewin er í enska landsliðshópnum en hann er búinn að skora níu mörk í öllum keppnum á þessu tímabili, meira en nokkur annar leikmaður í fimm sterkustu deildum Evrópu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner