Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 03. október 2020 12:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spilar Jóhann Berg í Newcastle í kvöld?
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson gæti spilað sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar Burnley heimsækir Newcastle í kvöld.

Sean Dyche, knattpsyrnustjóri Burnley, sagði í gær við fjölmiðlamenn að það væri hugsanlegt að Jóhann Berg og Robbie Grady gætu eitthvað spilað í kvöld.

Jóhann, sem hefur verið gríðarlega óheppinn með meiðsli undanfarna mánuði, meiddist gegn Sheffield United í deildabikarnum í síðasta mánuði. Hann var borinn af velli eftir ljóta tæklingu frá Jack Robinson snemma leiks.

Óttast var að meiðslin væru mjög slæm en þau voru ekki eins slæm og óttast var.

Jóhann Berg var í gær valinn í íslenska landsliðshópinn fyrir leik gegn Rúmeníu í undanúrslitum umspilsins fyrir EM, og gegn Danmörku og Belgíu í Þjóðadeildinni. Hann mun ekki spila í öllum þessum þremur leikjum.

Leikur Newcastle og Burnley er lokaleikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni og hefst 19:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner