Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 03. október 2020 15:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Haaland gerði tvennu í sigri Dortmund
Mynd: Getty Images
Norski sóknarmaðurinn Erling Braut Haaland slakar ekkert á í markaskorun.

Hann skoraði tvö þegar Borussia Dortmund vann þægilegan sigur á Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Haaland skoraði eina mark fyrri hálfleiks, Emre Can bætti við öðru markinu og Haaland gerði annað mark sitt á 66. mínútu, og fjórða deildarmark sitt í þremur leikjum á þessu tímabili. Felix Passlack batt lokahnútinn á sigur Dortmund í viðbótartíma.

Lokatölur 4-0 og er Dortmund komið aftur á sigurbraut eftir óvænt tap gegn Augsburg um síðustu helgi. Dortmund er með sex stig eftir fyrstu þrjá leikina.

Jadon Sancho var ekki með Dortmund í dag og það fer tvennum sögum af því hvers vegna svo var ekki.

Það voru fjórir aðrir leikir að klárast í þýsku úrvalsdeildinni. Eintracht Frankfurt situr á toppi deildarinnar með sjö stig eftir góðan sigur gegn Hoffenheim, 2-1.

Þá vann Borussia Mönchengladbach útisigur í Köln, Werder Bremen vann á heimavelli gegn Arminia Bielefeld og Stuttgart og Bayer Leverkusen skildu jöfn, 1-1.

Borussia D. 4 - 0 Freiburg
1-0 Erling Haaland ('31 )
2-0 Emre Can ('47 )
3-0 Erling Haaland ('66 )
4-0 Felix Passlack ('90 )

Eintracht Frankfurt 2 - 1 Hoffenheim
0-1 Andrej Kramaric ('18 )
1-1 Daichi Kamada ('54 )
2-1 Bas Dost ('71 )

Koln 1 - 3 Borussia M.
0-1 Alassane Plea ('14 )
0-2 Stefan Lainer ('16 )
0-3 Lars Stindl ('56 , víti)
1-3 Elvis Rexhbecaj ('84 )

Werder 1 - 0 Arminia Bielefeld
1-0 Leonardo Bittencourt ('27 )

Stuttgart 1 - 1 Bayer
0-1 Patrik Schick ('7 )
1-1 Sasa Kalajdzic ('76 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner